Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 08. maí 2021 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
G. Andri: Rétt ákvörðun að fara frá Start núna og í stærra félag
Ég lít ekki á þetta sem skref niður á við þar sem Valur er jafnvel stærri klúbbur en Start
Ég lít ekki á þetta sem skref niður á við þar sem Valur er jafnvel stærri klúbbur en Start
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jafnvel kominn á betri stað til að komast í betra lið úti.
Jafnvel kominn á betri stað til að komast í betra lið úti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég tel mig vera betri en það að fá ekki að spila mínútu með þessu liði
Ég tel mig vera betri en það að fá ekki að spila mínútu með þessu liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fann ekki við nægilega miklu trausti.
Ég fann ekki við nægilega miklu trausti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri skoraði sjö mörk í sextán deildarleikjum árið 2019 með Víkingi og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari.
Andri skoraði sjö mörk í sextán deildarleikjum árið 2019 með Víkingi og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn í Val, gaman að svona stór klúbbur vildi kaupa mann. Sérstaklega eftir að hafa verið meiddur í eitt ár. Það sýnir að þeir hjá Val hafa bullandi trú á mér."

Guðmundur Andri Tryggvason er genginn í raðir Vals og skrifar undir fjögurra ára samning við félagið. Andri er uppalinn KR-ingur sem hefur verið á mála hjá Start frá árinu 2017. Hann var á láni hjá Víkingi sumarið 2019 og vakti mikla og jákvæða athygli fyrir frammistöðu sína.

Tímabilið 2020 er tímabil sem Andri getur verið svekktur út í. Hann var meiddur alla leiktíðina og Start féll niður í næstefstu deild.

Andri er 21 árs og spilar oftast á kantinum. Vorið 2018 lék hann sinn eina keppnisleik með Start í fyrstu umferð bikarsins. Hann var það sumar nokkrum sinnum á varamannabekknum án þess að koma við sögu.

Fréttaritari spjallaði við Andra í gær um heimkomuna og kom meðal annars inn á umræðuna um verðmiðann sem talinn er vera um tíu milljónir íslenskra króna.

Ekki skref niður á við
Af hverju ertu kominn til Íslands?

„Start fékk tilboð í mig, þeir segja að þetta sé gott tilboð og það sé undir mér komið hvort ég vildi. Ég ræddi þetta við nokkra aðila um hvort þetta væri ekki mögulega bara betra fyrir mig þar sem ekkert hafði gengið upp hjá mér úti. Ég lít ekki á þetta sem skref niður á við þar sem Valur er jafnvel stærri klúbbur en Start. Ég er mjög sáttur með þessa ákvörðun sem ég tók.“

Betri staður til að taka næsta skref
Sérðu þetta sem möguleika til að komast aftur út?

„Já, klárlega og jafnvel kominn á betri stað til að komast í betra lið úti. Ég tel að næstefsta deild í Noregi sé ekki stærra svið en að vera í toppliði á Íslandi.“

Telur sig betri en að fá ekki mínútu með liðinu
Ertu heilt yfir svekktur með tímann hjá Start í heild sinni?

„Já, sérstaklega svekktur með árið í fyrra. Það átti að vera breakthrough ár eftir gott tímabil hérna heima (með Víkingi). Það var leiðinlegt að missa af öllu því tímabili. Ég tel mig vera betri en það að fá ekki að spila mínútu með þessu liði.“

Fann ekki fyrir nægilega miklu trausti
Hvernig er staðan á þér í dag?

„Hún er góð, ég æfði í jólafríinu, mætti svo út í janúar og hef æft á fullu síðan þá.“

Varstu að horfa fram á að vera í stóru hlutverki með Start á leiktíðinni?

„Það kom vika þar sem það leit út fyrir að maður yrði aðalmaðurinn en svo kom vika þar sem var allt öðruvísi viðhorf á þetta. Ég fann ekki við nægilega miklu trausti. Stundum er það þannig að maður hentar ekki ákveðnum leikstíl sem þjálfarinn vill spila og ég tel að þeirra leikstíll hafi ekki hentað mér nógu vel.“

Sýnir hversu mikil trú er á mér
Hefur umræðan um þig og verðmiðann á þér truflað þig?

„Nei, ég pældi ekkert í því. Eina sem ég pældi í var að þeir voru tilbúnir að kaupa mig og hvað þetta var klárt fljótt. Það sýndi mér hversu mikla trú þeir hafa á mig og hversu mikið þeir vildu fá mig. Það kveikti í því að ég vildi láta vaða á þetta.“

Fékk gott tilboð þrátt fyrir að hafa ekkert spilað
Kom þér á óvart að Valur skildi hafa samband? Voru fleiri lið sem sýndu áhuga?

„Ekki svo ég viti, og bara svona já og nei. Þetta kom mér kannski á óvart út af því ég var ekki búinn að vera spila en samt fékk ég svona gott tilboð. En ég vissi að það væru einhver lið sem voru tilbúin að taka mig eftir gott tímabil 2019.“

Gaman að vera í liði sem stefnir á toppinn
Hvernig líst þér á samkeppnina í Val og tímabilið í heild?

„Mér finnst frábært að vera í liði sem vill spila fótbolta og maður þarf að berjast um að vera í liðinu. Samkeppnin er góð og ég þrífst af samkeppni. Það eru góðir leikmenn í hverri stöðu og maður þarf að standa sig vel til að vinna sér inn sæti og halda því. Það er gaman að vera í liði sem stefnir á að vera á toppnum.“

Rétt ákvörðun að yfirgefa Start
Hvernig voru samtölin við Heimi áður en þú ákvaðst að hoppa á þetta?

„Ég vissi að Valur ætlaði sér mikils á þessu tímabili sem og í framtíðinni. Gríðarlega stór klúbbur og það í raun seldi mér þetta. Mig langar að vera í góðu liði og ég tel mig hafa tekið rétta ákvörðun að yfirgefa Start á þessum tímapunkti.“

Mögulega ekki með á sunnudaginn
Pæliru eitthvað hvernig verður að mæta Víkingum í sumar?

„Nei, maður hefur spilað á móti þeim oft áður í yngri flokkum og pælir lítið í því.“

Þú æfðir í dag, verðuru í hóp á sunnudaginn gegn FH?

„Það er ekki klárt og verður að koma í ljós.“

Á eftir að velja hópinn?

„Þetta er stuttur fyrirvari og það kæmi mér ekkert á óvart ef ég yrði utan hóps í þessum leik,“ sagði Andri.

Fyrri viðtöl við Andra:
Frekar þreytt að henda heilu tímabili í vaskinn (30. des '20)
Fór í tvígang of snemma af stað: Vonandi klár eftir fimm vikur (5. ágúst '20)
Guðmundur Andri: Engin spurning að þetta var pirrandi á þeim tíma (25. mars '20)
Athugasemdir
banner
banner