Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. maí 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp vill ekki missa Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain
Alex Oxlade-Chamberlain
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Alex Oxlade-Chamberlain eigi framtíð hjá félaginu en hann býst við að enski leikmaðurinn spili stærra hlutverk á næsta tímabili.

Oxlade-Chamberlain er 27 ára gamall en hann hefur aðeins spilað fjórtán leiki fyrir Liverpool á þessari leiktíð og þar af aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu.

Hann kom til Liverpool frá Arsenal árið 2017 en talið er líklegt að hann skoði tilboð frá öðrum liðum í sumar.

Klopp segir það hins vegar afar ólíklegt en hann býst við því að enski miðjumaðurinn spili fleiri leiki á næsta tímabili.

Gini Wijnaldum er við það að semja við spænska félagið Barcelona og þarf Liverpool því meiri breidd á miðsvæðinu.

„Sumarið er mikilvægt fyrir alla og það er þannig með Ox líka," sagði Klopp.

„Þegar þú ert ekki að byrja leiki þá þarftu að nýta hverja einustu æfingu og hverja mínútu á vellinum til að sannfæra þjálfarann. Ég reyndar þarf ekkert að vera sannfærður ef ég á að vera hreinskilinn en þetta snýst um að vera mættur í þessum aðstæðum."

„Oxlade hefur átti mjög góð augnablik og hann æfir vel en þessi staða er aldrei auðveld. Þetta er ekki auðvelt fyrir Naby eða fyrir Shaqiri. Ég veit það vel."

„Það gerðist margt á tímabilinu. Við reyndum eins og við gátum að halda jafnvægi, takt og stöðugleika. Það þýðir að maður reynir að breyta stöðunum sem minnst. Það er eiginlega ástæðan."

„Þetta vonandi breytist á næsta tímabili því það þarf þennan stöðugleika og þá getum við verið sveigjanlegri með liðið og farið framar á völlinn,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner