Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Alonso hafi verið skipt af velli eftir rifrildi við Tuchel
Marcos Alonso
Marcos Alonso
Mynd: EPA
Spænski vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso fór af velli í hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær en nú er greint frá því að það hafi verið stór ástæða fyrir því.

Staðan var markalaus í hálfleik en þegar seinni leikurinn hófst hafði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gert eina breytingu er hann setti Saul Niguez inn fyrir Marcos Alonso.

Nathan Gissing, sem vinnur fyrir ítalska fréttamanninn Gianluca Di Marzio, segir á Twitter að Alonso hafi rifist heiftarlega við Tuchel í hálfleik og hafi þýski stjórinn því ákveðið að taka hann af velli.

Alonso, sem vill yfirgefa Chelsea i sumar, gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið segir Gissing, en liðið á þrjá leiki eftir í deild og bikarúrsitaleik gegn Liverpool.

Spænski vængbakvörðurinn vill komast til Barcelona og er umboðsmaður leikmannsins í viðræðum við spænska félagið en Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, er einnig sagður á leið þangað í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner