Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 08. maí 2022 22:07
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Loksins dómgæslan með okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

"Mér fannst frammistaðan hjá liðinu, sérstaklega varnarlega þrusu góð mér fannst við vel skipulagðir, ekki oft sem Víkingar ná ekki að skoða mark og ég er búinn að bíða eftir því fyrstu þrjá leikina að ég sæi sama hjarta og á síðasta tímabili og nú er það einhvern veginn komið. Krafturinn og samheldnin var til staðar í dag, nú þurfum við aðeins meiri gæði á boltanum þegar við förum fram á við, fleiri mörk en við þurftum þennan leik í dag til þess að fá smá hjarta í þetta og ég er bjartsýnn á framhaldið eftir þetta" Sagði Siggi Höskulds í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Víkingur R.

Eina mark Leiknis í sumar hefur verið sjálfsmark hjá Eiði Aron leikmanni ÍBV, hefur Siggi áhyggjur af sóknarleiknum?

"Nei ég hef það ekki, held að við skoruðum eitt af flestum mörkum á undirbúningstímabilinu þannig þetta er eitthvað eins og þegar að stíflan brestur þá skorum við fullt af mörkum"

Víkingar áttu að fá tvö víti ef ekki þrjú, hvernig sá Siggi þetta á bekknum?

"Ég er bara ekki rétti maðurinn til að dæma um það, þeim má finnast það en jújú örugglega víti en loksins er dómgæslan með okkur í dag"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Siggi talar um leikmannamál, Danna Finns sem og annað.


Athugasemdir
banner
banner