Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   sun 08. maí 2022 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Atlético hafði betur gegn nýkrýndum meisturum Real Madrid
Leikmenn Atlético fagna sigurmarki Carrasco
Leikmenn Atlético fagna sigurmarki Carrasco
Mynd: EPA
Vinicius og Luka Modric byrjuðu báðir á bekknum en komu inná um miðjan síðari hálfleikinn
Vinicius og Luka Modric byrjuðu báðir á bekknum en komu inná um miðjan síðari hálfleikinn
Mynd: EPA
Atlético Madríd er komið í ágætis stöðu í baráttu um Meistaradeildarsæti eftir 1-0 sigur á nágrönnum þeirra í Real Madrid á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd í kvöld.

Carlo Ancelotti gerði töluverðar breytingar á liði sínu frá sigrinum á Manchester City í Meistaradeildinni í vikunni en Karim Benzema, Vinicius Junior, Thibaut Courtois, Dani Carvajal og Luka Modric voru meðal annars allir á bekknum.

Eina mark leiksins gerði Yannick Carrasco úr vítaspyrnu er Jesus Vallejo braut á Matheus Cunha innan teigs. Carrasco átti þá skot í stöng í síðari hálfleiknum og þá klúðraði Antoine Griezmann nokkrum góðum færum.

Nýkrýndir Spánarmeistarar Real Madrid fengu líka sín tækifæri en Jan Oblak varði tvisvar frá Federico Valverde og svo aukaspyrnu frá Marco Asensio undir lokin.

Atlético er í 4. sæti með 64 stig, sex stigum á undan Real Betis þegar þrír leikir eru eftir og liðið því í góðri stöðu um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Villarreal, sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar, gerði 1-1 jafntefli við Sevilla. Giovani Lo Celso kom Villarreal yfir á 86. mínútu en franski varnarmaðurinn Jules Kounde jafnaði undir lok leiksins.

Villarreal er í 7. sæti og harðri baráttu um Evrópusæti en liðið situr nú þremur stigum á eftir Real Sociedad.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 1 - 0 Real Madrid
1-0 Yannick Carrasco ('40 , víti)

Getafe 0 - 0 Rayo Vallecano

Espanyol 1 - 1 Osasuna
0-1 Enrique Barja ('42 )
1-1 Nicolas Melamed Ribaudo ('67 )

Villarreal 1 - 1 Sevilla
1-0 Giovani Lo Celso ('86 )
1-1 Jules Kounde ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner