Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. júní 2021 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuno að taka við Crystal Palace
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Nuno Espirito Santo er að fá nýtt starf í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er kominn langt í viðræðum um að taka við Crystal Palace af Roy Hodgson. Telegraph segir frá þessu.

Sagt er að ráðningin verði mögulega tilkynnt seinna í þessari viku.

Nuno og Úlfarnir komust að samkomulagi um starfslok í maí eftir fjögurra ára samstarf. Nuno vann gott starf hjá Wolves og vegferð liðsins undir hans stjórn hefur verið afskaplega góð.

Hann hefur verið orðaður við Everton og Tottenham, en Crystal Palace er að ganga frá ráðningu á honum.

Crystal Palace hafnaði í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var Wolves í sætinu fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner