Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 08. júní 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski skorað meira en allir andstæðingarnir til samans
Mynd: EPA

Mögnuð tölfræði hefur sprottið upp á yfirborðið þar sem pólska markavélin Robert Lewandowski er í sviðsljósinu þessa dagana.


Lewandowski hefur svoleiðis raðað inn mörkunum á tíma sínum hjá FC Bayern og er hann eini leikmaður í sögu þýsku deildarinnar sem hefur skorað fleiri mörk heldur en allir andstæðingar sínir til samans.

Þá er aðeins verið að tala um leiki FC Bayern sem Lewandowski tók þátt í.

Í heildina hefur Lewandowski skorað 312 mörk fyrir Bayern í þýsku deildinni en á þeim tíma hefur Bayern fengið 311 mörk á sig með Lewandowski á vellinum. Hann hefur því skorað meira heldur en allir andstæðingar sínir til samans. Ótrúleg tölfræði.


Athugasemdir
banner