

„Virkilega ánægulegt að skora sex mörk, bara virkilega gott,'' segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, eftir 6-1 sigur gegn KR í 6. umferð Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 6 - 1 KR
„Virkilega sætt að ná marki svona snemma, ég held að það hafi verið mikilvægt. KR liðið getur alveg sýnt að það getur varist með mörgum mönnum,''
„KR liðið getur verið vel skipulagt. Þetta er lið sem er á miklum breytingarskeyði. Þau náðu góðri úrslit seinasta leik, þannig við lögðum bara upp með að spila boltanum hratt, halda honum vel á milli okkar og skora mörk,''
Arna Sól, leikmaður HK, skoraði þrennu og átti mjög góðan leik í dag.
„Frábær leikur hjá henni. Hún hefur verið að koma sér í færin, en ekki alveg kannski náð að nýta þau, en í dag má segja að hún hefur brotið ísinn og sett þrjú glæsileg mörk,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.