Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fim 08. júní 2023 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
HM U20: Úrúgvæ mætir Ítalíu í úrslitaleiknum
Cesare Casadei er á góðri leið með að vera valinn besti leikmaður mótsins.
Cesare Casadei er á góðri leið með að vera valinn besti leikmaður mótsins.
Mynd: EPA

Úrúgvæ og Ítalía eru komin í úrslitaleik heimsmeistaramóts U20 ára landsliða eftir sigra í undanúrslitum fyrr í kvöld.


Úrúgvæ lagði Ísrael verðskuldað að velli í fyrri leik kvöldsins áður en Ítalía lagði Suður-Kóreu með sigurmarki á 86. mínútu.

Úrúgvæ sigraði Gambíu og Bandaríkin að velli á leið sinni í undanúrslitin á meðan Ítalía fór í gegnum England og Kólumbíu.

Cesare Casadei, tvítugur miðjumaður sem Chelsea keypti af Inter fyrir 20 milljónir evra, hefur verið skærasta stjarna ítalska liðsins í sumar. Hann er markahæsti leikmaður mótsins, með sjö mörk og tvær stoðsendingar í sex leikjum.

Úrúgvæ og Ítalía mætast í úrslitaleiknum sunnudaginn 11. júní, eftir að Ísrael og Suður-Kórea eigast við í bronsleiknum.

Úrúgvæ 1 - 0 Ísrael
1-0 Anderson Duarte ('61)

Ítalía 2 - 1 Suður-Kórea
1-0 Cesare Casadei ('14)
1-1 Lee Seung-won ('23, víti)
2-1 Simone Pafundi ('86)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner