fim 08. júní 2023 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stimplaði slúður um Kessie til Liverpool sem falsfrétt
Ekki á förum
Ekki á förum
Mynd: Getty Images
Franck Kessie, miðjumaður Barcelona, var í vikunni orðaður við Liverpool. Sagt var frá því að Kessie væri til sölu og Liverpool væri tilbúið að greiða Barcelona 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Umboðsmaður Kessie segir að ekkert sé til í því að hann sé til sölu.

„Falsfréttir" eru orðin sem umboðsmaðurinn notaði þegar hann sá fréttir af því að Kessie gæti farið frá Barca til Liverpool.

Kessie er frá Fílabeinsströndinni og lék 43 leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Barcelona. Hann kom frá AC Milan síðasta sumar.

Liverpool gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Alexis Mac Allister frá Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner