Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   fim 08. júní 2023 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja ekki borga 40 milljónir fyrir Raya
Mynd: EPA

Tottenham og Manchester United hafa bæði mikinn áhuga á David Raya, markverði Brentford sem vill ólmur skipta um félag í sumar.


Þau virðast þó ekki vera reiðubúin til að borga þær 40 milljónir punda sem Brentford vill fá fyrir markvörðinn sinn. 

Raya á aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum og því telja stjórnarmenn Tottenham og Man Utd að hægt sé að prútta verðmiðann niður um 10 milljónir í sumar.

Brentford er þó ekki félag sem er þekkt fyrir að selja leikmenn sína með neinum afslætti og gæti því haldið Raya í sumar ef rétt tilboð berst ekki.

Mark Flekken er búinn að skrifa undir samning við Brentford og er einn af þremur markvörðum sem geta barist um byrjunarliðssæti hjá liðinu í haust, ásamt Raya og Thomas Strakosha.


Athugasemdir
banner
banner