Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   lau 08. júní 2024 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Palmeiras samþykkir tilboð West Ham í Luis Guilherme
Mynd: Getty Images
West Ham United er að ganga frá kaupum á brasilíska táningnum Luis Guilherme frá Palmeiras í Brasilíu.

Guilherme, sem er 18 ára gamall, hefur þegar náð samkomulagi við West Ham um kaup og kjör en eftir erfiðar viðræður við Palmeiras náðist samkomulag um verðmiðann.

West Ham greiðir Palmeiras 25 milljónir punda og mun hann nú halda til Lundúna í læknisskoðun áður en hann skrifar undir fimm ára samning.

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni veittu West Ham samkeppni um Guilherme, en félagið var ákveðið í að landa honum.

Tim Steidten, tæknilegur stjórnandi West Ham, flaug til Brasilíu í síðustu viku til að ganga frá samkomulagi við Guilherme, sem hefur spilað fyrir bæði U16 og U20 ára landslið Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner