Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júlí 2020 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Brighton og Liverpool: Salah og Keita bestir
Mohamed Salah og félagar fagna í kvöld. Naby Keita var einnig magnaður á miðjunni
Mohamed Salah og félagar fagna í kvöld. Naby Keita var einnig magnaður á miðjunni
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Brighton að velli, 3-1, í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Mohamed Salah var maður leiksins að mati Sky Sports.

Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigrinum en Liverpool er nú með 92 stig á toppnum þegar fjórir leikir eru eftir.

Salah er nú með 19. mörk og níu stoðsendingar í deildinni en hann er aðeins þremur mörkum frá Jamie Vardy sem er markahæstur.

Egypski leikmaðurinn var besti maður vallarins í kvöld. Hann fær 8 alveg eins og Naby Keita sem var magnaður á miðjunni.

Brighton: Ryan (6), Lamptey (7), Webster (7), Dunk (7), Burn (7), Propper (6), Mac Allister (5), Stephens (6), Gross (7), Trossard (7), Maupay (7).
Varamenn: Connolly (6), Mooy (6), Bissouma (6).

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (6), Gomez (7), Van Dijk (7), Williams (6), Oxlade-Chamberlain (6), Henderson (7), Wijnaldum (7), Keita (8), Salah (8), Firmino (7).
Varamenn: Robertson (7), Mane (7), Fabinho (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner