Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júlí 2020 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak og Frederik byrjuðu í fyrsta sinn í dönsku úrvalsdeildinni
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson byrjaði sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni þegar SönderjyskE gerði 1-1 jafntefli gegn Lyngby á útivelli.

Frederik Schram var í marki Lyngby í leiknum og var hann einnig að byrja sinn fyrsta leik í deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE.

Ísak Óli er 19 ára gamall varnarmaður sem kom til SönderjyskE frá Keflavík í fyrra. Frederik er 25 ára gamall markvörður. SönderjyskE mun spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið bikarinn. Lyngby fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Aron Elís Þrándarson var ekki með OB sem tapaði 1-3 gegn Silkeborg á heimavelli. OB mun fara í umspil um að komast í Evrópukeppni.

Sverrir spilaði allan leikinn
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK er liðið gerði markalaust jafntefli við Panathinaikos á heimavelli. PAOK er fjórum stigum frá öðru sætinu, Meistaradeildarsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner