Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd fær frest til að kaupa Sancho
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði líkt og vanalega. Hér er allt helsta slúðrið í dag.



Chelsea er í bílstjórasætinu í baráttunni um Kai Havertz (21) miðjumann Bayer Leverkusen. Mörg félög hafa hætt við að blanda sér í baráttuna þar sem Leverkusen hefur sett 90 milljóna punda verðmiða á hann. (Goal)

Jorginho (28) miðjumaður Chelsea gæti verið á förum í sumar og Havertz gæti komið í hans stað. (Mirror)

Barcelona hefur spurst fyrir um Tanguy Ndombele (23) og Ryan Sessegnon (20) leikmenn Tottenham. (Evening Standard)

Tottenham gæti lánað Sessegnon í sumar. (Telegraph)

Borussia Dortmund hefur gefið Manchester United frest til 10. ágúst til að ganga frá kaupum á Jadon Sancho (20). (Mirror)

Tammy Abraham (22) hefur sagt Chelsea að hann vilji gera nýjan samning sem mun færa honum 130 þúsund pund í laun á viku. (Times)

David Moyes, stjóri West Ham, vill fá Phil Jones (28) og Jesse Lingard (27) frá Manchester United. (Independent)

Arsenal, West Ham og Everton hafa áhuga á Unai Nunez (23) varnarmanni Athletic Bilbao. (AS)

Daniel Sturridge (30) er í leit að nýju félagi. Hann vill fara í MLS deildina í Bandaríkjunum eða frönsku úrvalsdeildina. (L'Equipe)

Josep Bartomeu, forseti Barcelona, segir að félagið muni líklega ekki kaupa Neymar (28) frá PSG í sumar. (RAC1)

Tahith Chong (20) kantmaður Manchester United gæti verið á förum á láni. (Stretty News)

Barcelona hefur fullvissað Antoine Griezmann (29) um að hann sé í áætlunum félagsins fyrir næsta tímabil. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner