Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 08. júlí 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Tvö rauð í sigri Barcelona í Katalóníuslagnum
Mynd: Getty Images
Barcelona lagði nágranna sína í Espanyol að velli þegar liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum, en seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti. Ansu Fati, vonarstjarna Barcelona, fékk að líta rauða spjaldið á 50. mínútu fyrir að fara of hátt upp með fótinn að mati dómarans. Þremur mínútum síðar fékk Pol Lozano, leikmaður Espanyol, fyrir tæklingu sem dómarinn mat þess virði að gefa rautt spjald fyrir.

Þremur mínútum eftir síðara rauða spjald leiksins skoraði Luis Suarez eina markið í leiknum þegar boltinn féll fyrir hann í teignum.

Lokatölur 1-0 fyrir Barcelona sem er í öðru sæti, einu stigi á eftir Real Madrid. Barcelona á eftir þrjá leiki og Madrídarliðið fjóra.. Espanyol er fallið úr spænsku úrvalsdeildinni eftir tapið í kvöld.

Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Betis vann þægilegan sigur á Osasuna, en bæði lið eru um miðja deild. Villarreal er þá í fimmta sæti eftir sigur á Getafe, sem er í sjötta sæti. Getafe hefur fatast flugið eftir öfluga byrjun á tímabilinu.

Barcelona 1 - 0 Espanyol
1-0 Luis Suarez ('56 )
Rautt spjald: Ansu Fati, Barcelona ('50), Pol Lozano, Espanyol ('53)

Betis 3 - 0 Osasuna
1-0 Guido Rodriguez ('4 )
2-0 Alfonso Pedraza ('25 )
3-0 Carles Alena ('90 )

Getafe 1 - 3 Villarreal
0-1 Santi Cazorla ('66 , víti)
1-1 Hugo Duro ('80 )
1-2 Santi Cazorla ('86 , víti)
1-3 Ruben Pena ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner