Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júlí 2020 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Wilder: Naut þess að horfa á liðið í kvöld
Chris Wilder
Chris Wilder
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, var ánægður með frammistöðuna í 1-0 sigrinum á Wolves í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en hann vill þó ekki ræða baráttuna um Evrópudeildarsæti.

Sheffield var í frábærum möguleika á Evrópudeildarsæti áður en kórónaveiran herjaði Bretlandseyjar en eftir að deildin fór aftur af stað hefur liðið ekki verið duglegt við að safna stigum.

John Egan skoraði eina mark liðsins í sigrinum á Wolves í kvöld en liðið er nú í 7. sæti, fjórum stigum á eftir Manchester United sem er í 5. sætinu.

„Ég naut þess að horfa á liðið mitt spila í kvöld. Þetta var frábær frammistaða. Menn lögðu allt í þetta og óhætt að segja að þetta hafi verið klassísk Sheffield United frammistaða," sagði Wilder.

„Það er enginn að tala um neitt annað en að mæta á vaktina og skila góðri frammistöðu. Við vildum bæta við stigum í kvöld og við gerðum það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner