
„Blendnar tilfinningar, mér fannst við gera nóg til að vinna en svo lendum við undir og komum til baka, maður er sáttur en ég vildi auðvitað meira.” Þetta sagði Vignir Snær eftir 1-1 jafntefli í Vesturbænum.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 FHL
„Ég var bara mjög ánægður með hvernig við framkvæmdum leikplanið. Allt sem við vissum að FHL myndi koma með fram á borðið, við vorum búin að kortleggja það,” sagði Vignir.
„Markið hjá FHL, einn á einn á vængnum sem við náum ekki að stoppa og ekki hjálparvörn og bolti fyrir og skalli í mark. Það er klárlega eitthvað sem við hefðum getað stoppað.”
Nú hafa verið breytingar í þjálfarateymi KR. Vignir var spurður út í stemminguna í hópnm og svaraði:„Vonandi heldur hópurinn áfram að vera þéttur saman að því að það er ekkert auðvelt að koma hérna eftir allt það sem er búið að vera í gangi seinustu vikur og leggja sig svona fram og vera með frammistöðu”
Athugasemdir