Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mán 08. júlí 2024 15:39
Elvar Geir Magnússon
Shaw lýsir því yfir að hann sé klár í að byrja
Shaw kom inn af bekknum gegn Sviss.
Shaw kom inn af bekknum gegn Sviss.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsbakvörðurinn Luke Shaw hefur lýst því yfir að hann sé klár í að vera í byrjunarliðinu í undanúrslitaleiknum gegn Hollandi á miðvikudaginn.

Shaw spilaði sinn fyrsta leik síðan í febrúar þegar hann kom inn sem varamaður á 78. mínútu í landsleik Englands gegn Sviss í 8-liða úrslitum.

Shaw spilaði svo út framlenginguna og segist tilbúinn að byrja.

„Ég tel mig vera líkamlega kláran í að byrja. En það verður auðvitað ákvörðun Gareth Southgate," segir Shaw sem hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri.

„Síðustu fjórir mánuðir hafa verið mjög erfiðir. Ég bjóst ekki við því að vera svona lengi frá en varð fyrir bakslögum. En hingað er ég kominn og það var góð tilfinning að koma af bekknum gegn Sviss."

Shaw segir að landsliðsþjálfarinn Southgate hafi fengið ósanngjarna gagnrýni og að leikmannahópurinn 'elski hann'.

„Við elskum hann. Hann er virkilega góður og er alltaf með okkur leikmennina í forgangi. Ég á honum mikið að þakka og hann hefur sýnt mér mikla trú og traust. Ég verð honum alltaf þakklátur fyrir það og þarf nú að endurgjalda traustið."
Athugasemdir
banner
banner