Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. ágúst 2020 22:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crouch um Messi: Hann er bara snillingur
Reynt að halda í við Messi.
Reynt að halda í við Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Barcelona lagði Napoli að velli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Börsungar eru komnir áfram í 8-liða úrslit eftir 3-1 sigur á Nývangi og mæta þeir Bayern München í næstu umferð. Það verður einvígi Messi gegn Robert Lewandowski.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit

Mark Messi í kvöld var einstaklega laglegt. Þessi 33 ára gamli Argentínumaður kom Barcelona í 2-0 á 23. mínútu með því að komast fram hjá þremur varnarmönnum Napoli. Hann féll til jarðar, stóð aftur upp og átti skot í litlu sem engu jafnvægi sem rataði í netið.

Peter Crouch, fyrrum sóknarmaður Liverpool, Tottenham og enska landsliðsins, var sérfræðingur á BT Sport og hann hrósaði snillingnum.

„Hann er bara snillingur," sagði Crouch. „Hann er eini leikmaðurinn í heiminum sem gæti staðið upp, átt þrjár ótrúlegar snertingar og smellt honum í netið."

Leikur Barcelona og Bayern er næsta föstudag og það verður svo sannarlega áhugaverður leikur.

Sjá einnig:
Nú halda liðin til Portúgal - Leiktímar í 8-liða úrslitum


Athugasemdir
banner