Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. ágúst 2020 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Rússland: Arnór spilaði er CSKA vann nýliðana - Hörður ekki í hóp
Arnór Sigurðsson kom við sögu í dag
Arnór Sigurðsson kom við sögu í dag
Mynd: Getty Images
Khimki 0 - 2 CSKA
0-1 Konstantin Kuchaev ('18 )
0-2 Alan Dzagoev ('45 )

CSKA Moskva vann Khimki 2-0 í 1. umferð rússnesku deildarinnar í dag en Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í leiknum.

Arnór og Hörður voru skipaðir í sóttkví fyrir síðastu umferð síðasta tímabils. Þeir fóru aftur af stað með liðinu á dögunum en Arnór kom inná sem varamaður á 54. mínútu leiksins.

Konstantin Kuchaev skoraði fyrra mark leiksins á 18. mínútu og lagði svo upp annað mark leiksins er Alan Dzagoev skoraði.

Hörður Björgvin Magnússon var ekki í hópnum hjá CSKA en hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Nikola Vlasic, lykilmaður, var einnig frá vegna meiðsla.

Öruggur 2-0 sigur CSKA gegn Khimki sem spilaði við Zenit á dögunum í úrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner