Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Conor Coady til Everton (Staðfest)
Conor Coady skrifaði undir eins árs lánssamning við Everton
Conor Coady skrifaði undir eins árs lánssamning við Everton
Mynd: Heimasíða Everton
Enski landsliðsmaðurinn Conor Coady er genginn til liðs við Everton á láni frá Wolves. Þetta kemur fram í tilkynningu Everton í kvöld.

Everton er að ganga í gegnum mikil meiðslavandræði en Ben Godfrey verður frá í þrjá mánuði eftir að hafa fótbrotnað í 1-0 tapinu gegn Chelsea um helgina og þá verður kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina frá í einhvern tíma eftir að hafa meiðst í sama leik.

Enska félagið fór beint í það að fá annan miðvörð inn en Coady er mættur til félagsins á láni frá Wolves. Hann mun spila með Everton út leiktíðina og getur félagið gert skiptin varanleg á meðan lánstímanum stendur.

Coady er 29 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool en hann spilaði tvo leiki með liðinu áður en hann fór til Huddersfield Town árið 2014.

Þar lék hann eitt tímabil en var keyptur til Wolves og hefur spilað mikilvæga rullu í vörn liðsins síðan. Coady á 10 landsleiki og eitt mark fyrir enska A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner