Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd íhugar að reyna við Milinkovic-Savic
Sergej Milinkovic-Savic hefur verið orðaður við Manchester United í þrjú ár
Sergej Milinkovic-Savic hefur verið orðaður við Manchester United í þrjú ár
Mynd: EPA
Manchester United er nú að skoða þann möguleika á að fá serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio. Þetta kemur fram í Telegraph.

Glugginn hjá enska félaginu hefur verið ansi dapur til þessa United hefur aðeins fengið þrjá leikmenn í þeim Lisandro Martínez, Tyrell Malacia og Christian Eriksen.

Félagið ætlar nú að reyna sitt besta til að styrkja hópinn verulega fyrir gluggalok en það er þegar búið að greina frá því að United sé í viðræðum við Juventus um Adrien Rabiot og þá er liðið einnig að ræða við Real Betis um Guido Rodriguez. Bologna hafnaði þá 7,6 milljón punda tilboði í austurríska framherjann Marko Arnautovic í gær.

Telegraph hefur heimildir fyrir því að United sé nú að íhuga að leggja fram tilboð í Milinkovic-Savic hjá Lazio. Hann hefur verið orðaður við félagið í hverjum glugga síðustu þrjú ár en líkurnar á að hann fari til Englands eru meiri núna en áður.

Það virðist liggja fyrir að hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong sé ekki á leið til félagsins frá Barcelona þó félagið sé að reyna að koma honum frá félaginu.

Milinkovic-Savic, sem er 27 ára gamall, er falur fyrir um það bil 50 milljónir punda en Lazio er einnig að íhuga það að bjóða honum nýjan samning, en núverandi samningur gildir til 2024.
Athugasemdir
banner