banner
   mán 08. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sesko fer ekki fet - Salzburg mun íhuga að selja hann á næsta ári
Benjamin Sesko
Benjamin Sesko
Mynd: EPA
Austurríska félagið RB Salzburg ætlar ekki að selja hinn afar unga og efnilega framherja Benjamin Sesko í þessum glugga. Þetta segir Fabrizio Romano.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður er einn eftirsóttasti framherji Evrópu um þessar mundir en hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United síðustu daga.

United hefur verið í viðræðum við Salzburg um leikmanninn en austurríska félagið er ekki reiðubúið að selja hann strax.

Sesko hefur einnig átt gott spjall við stjórnarmenn RB Leipzig en útlit er fyrir að hann klári tímabilið með Salzburg.

Félagið ætlar alls ekki að selja hann í sumar en er opið fyrir því að selja hann á næsta ári.

Sesko hefur spilað 39 leiki, gert 13 mörk og lagt upp 8 á þremur tímabilum með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner