Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Wolves kaupir Goncalo Guedes frá Valencia (Staðfest)
Goncalo Guedes er mættur í ensku úrvalsdeildina
Goncalo Guedes er mættur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Wolves gekk í kvöld frá kaupum á Goncalo Guedes, leikmanni Valencia, fyrir 27,5 milljónir punda. Spænska félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Þessi 25 ára gamli leikmaður kom til Valencia frá Paris Saint-Germain fyrir fjórum árum. Hann lék áður með Benfica í Portúgal.

Guedes er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði sem vængmaður, fyrir aftan framherja og sem fölsk nía.

Hann á að baki 32 landsleiki og 7 mörk fyrir portúgalska landsliðið, en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðustu ár.

Wolves hefur nú gengið frá kaupum á þessum skemmtilega leikmanni en félagið greiðir Valencia 27,5 milljónir punda. Hann skrifaði undir langtímasamning við Wolves.

Guedes stóðst læknisskoðun í dag áður en hann skrifaði undir samninginn.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Wolves kaupir í sumar á eftir Nathan Collins og Hee-Chan Hwang.
Athugasemdir
banner
banner