Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 12:54
Elvar Geir Magnússon
Chelsea kaupir Anselmino (Staðfest)
Aaron Anselmino.
Aaron Anselmino.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur tryggt sér varnarmanninn Aaron Anselmino frá Boca Juniors en hann er keyptur á 15,6 milljónir punda.

Þessi nítján ára strákur hefur skrifað undir sjö ára samning við Chelsea en mun verða áfram hjá argentínska félaginu út komandi tímabil sem hluti af samkomulaginu.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Boca 2023 og hefur spilað tíu leiki alls.

Í þessum sumarglugga hefur Chelsea eytt um 115 milljónum punda í miðjumennina Kiernan Dewsbury-Hall, Renato Veiga og Omari Kellyman, auk markvarðarins Filip Jörgensen, varnarmannana Tosin Adarabioyo og Caleb Wiley, vængmannsins Estevao Willian og sóknarmannsins Marc Guiu.

Chelsea er að vinna í því að fá Samu Omorodion, tvítugan sóknarmann Atletico Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner