Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann var okkar draumaskotmark"
Tarik Ibrahimagic.
Tarik Ibrahimagic.
Mynd: Víkingur R.
Spilaði með Vestra fyrri hluta sumars.
Spilaði með Vestra fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé góð viðbót. Það var róleg æfing í dag en það sáust taktar. Ég held að hann passi vel inn í hópinn, bæði persónan og fótboltamaðurinn," sagði Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkinga, er hann var spurður út í nýjasta leikmann liðsins í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Tarik Ibrahimagic gekk í raðir Víkings frá Vestra fyrr í þessari viku og skrifaði undir samning til 2026.

Tarik er 23 ára danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni.

Hann var algjör lykilmaður hjá Vestra og vildi félagið ekki missa hann, en það gat ekkert gert þegar klásúla í samningi hans var virkjuð og tækifæri til að spila með toppliðinu stóð til boða. Hann var samningsbundinn Vestra út tímabilið.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tjáði sig einnig um leikmanninn í viðtali í gær.

„Hann var okkar draumaskotmark. Það var hart barist um hann, en sem betur fer valdi hann okkur," sagði Arnar.

„Ég hef hrifist af hans leik í sumar og hans karakter líka. Þetta er strákur - miðað við hans hæfileika - sem sá ekki alveg fyrir sér að enda á Ísafirði 23 ára en Davíð (Smári, þjálfari Vestra) er virkilega naskur að finna svona hæfileikaríka leikmenn og selja þeim þá hugmynd að það besta væri að koma vestur og vinna. Hann tók það á kinnina. Hann spilaði margar stöður fyrir Vestra og var aldrei í fýlu. Ég og félagið hrifumst af því."

„Ég held að hann geti tekið skrefið í enn stærra með því að koma hérna og gera góða hluti með okkur," sagði Arnar en hann telur að Tarik geti komið með mikið inn í lið Víkinga.

Tarik gæti mögulega spilað sinn fyrsta leik fyrir Víking gegn Flora Tallinn í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner