Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
banner
   mið 07. ágúst 2024 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
Tarik með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Tarik með Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Víkingur R.
Tarik er búinn að semja við Íslands- og bikarmeistara Víkings.
Tarik er búinn að semja við Íslands- og bikarmeistara Víkings.
Mynd: Víkingur R.
Tarik í leik með Vestra.
Tarik í leik með Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður að vera hérna. Þetta tók nokkra daga en vonandi mun ég eiga góðan tíma hérna," segir Tarik Ibrahimagic, nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, í samtali við Fótbolta.net.

Tarik mætti á sína fyrstu æfingi með Víkingi í dag eftir að hafa gengið formlega í raðir félagsins í gær.

Tarik er 23 ára danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni.

Hann var algjör lykilmaður hjá Vestra og vildi félagið ekki missa hann, en það gat ekkert gert þegar klásúla í samningi hans var virkjuð og tækifæri til að spila með toppliðinu stóð til boða. Hann var samningsbundinn Vestra út tímabilið.

Valur virkjaði einnig klásúluna en hann valdi að ganga í raðir Víkings.

„Það er ekkert leyndarmál að það var annað félag inn í myndinni og fleiri félög gerðu tilboð sem voru samþykkt. Ég þurfti að hugsa um hvað ég ætti að velja. Ég tel að Víkingur spili besta fótboltann á Íslandi. Þeir eru að berjast um báða titla og um að komast í riðlakeppni í Evrópu. Að fá að spila á stærsta sviðinu er eitthvað sem ég hef metnað um að gera."

Hann segist hafa frétt af áhuga frá Víkingi fyrir um tíu dögum síðan en þetta hafi gerst nokkuð fljótt eftir það.

„Það voru fleiri félög inn í myndinni en ég valdi á endanum Víking," segir Tarik. „Áhuginn þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt frá því ég kom fyrir einu ári í Lengjudeildina. Það var markmiðið að komast á toppinn og ég ætla mér enn lengra. Ég er ánægður að taka þetta skref núna."

Ég skulda þeim mikið
Hann er þakklátur fyrir tíma sinn hjá Vestra. Hann fékk þar tækifæri til að koma ferlinum aftur af stað eftir að hafa verið ákveðin barnastjarna í Danmörku. Hann spilaði meðal annars fyrir U19 landslið Danmerkur á sínum tíma.

„Ég vissi alltaf að ég hefði þetta í mér. Ég er með gæði og ég hef trú á sjálfum mér. Auðvitað varð ég að sýna það. Ég tel mig hafa sýnt það á einum erfiðasta staðnum á Íslandi. Ef þú spáir í veðrinu og aðstöðunni, þá er þetta erfiður staður. Það var ís á vellinum fram í apríl. Hausinn var kaldur og ég lagði mikið á mig. Þá vissi ég að gæðin myndu sjást," segir Tarik.

„Vestri er magnað félag og fólkið er magnað þar. Ég skulda þeim mikið. Þau gáfu mér tækifæri til að standa mig í Bestu deildinni á Íslandi. Ég fékk sjálfstraustið aftur. Davíð Smári hjálpaði mér mikið. Ég þroskaðist líka sem manneskja. Davíð og Sammi hafa verið frábærir fyrir mig."

„Ég óska Vestra alls hins besta. Þeir reyndu að sannfæra mig um að vera áfram en ég held að þeir hafi vitað að það væri ómögulegt þegar þetta kom upp. Ég varð að taka þetta skref," segir Tarik en hann segir að kaflinn hjá Vestra hafi verið sér mikilvægur og hjálpað til við að koma ferlinum aftur af stað. Hann vonast til að Vestri haldi sér uppi en liðið er á botni Bestu deildarinnar. Víkingur er á toppi deildarinnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner