Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Nærð engum úrslitum ef þú ert 22 prósent með boltann"
Icelandair
Úr leik Englands og Íslands.
Úr leik Englands og Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var gagnrýnt í umræðuþætti á Stöð 2 Sport eftir 5-1 tapið gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld hvað Ísland var lítið með boltann í þessum tveimur leikjum gegn Belgíu og Englandi.

Ísland var 22 prósent með boltann gegn Englandi og 25 prósent með boltann í kvöld.

„Leiðin okkar er ekki að vera svakalega mikið með boltann, það er að verjast vel, vera skipulagðir og nýta svo skyndisóknir og föst leikatriði," sagði Reynir Leósson á Stöð 2 Sport.

„Við erum samt Reynir, á móti Englandi 22 prósent með boltann. Þú nærð engum úrslitum í fótboltaleik þegar þú ert 22 prósent með boltann," sagði Atli Viðar Björnsson.

„Það var næstum því jafntefli, það fór vítaspyrna forgörðum í restina. Við höfum verið að spila landsleiki þar sem við höfum verið á milli 25 og 30 prósent með boltann og náð í mjög góð úrslit. Auðvitað vill maður að liðið sé meira með boltann," sagði Reynir þá.

„Við erum nánast aldrei með undir 30 prósent, 30 til 40 prósent er algengt í þessum leikjum þar sem við erum að liggja til baka og reyna að láta stóru liðin koma á okkur. Það eina sem mér fannst vera hægt að gagnrýna í Englandsleiknum var að þeir sem voru að koma nýir inn í leikinn þar, þeir þurftu að tileinka sér það að liðið vill halda boltanum og verður að geta haldið boltanum," sagði Atli.

„Svo er það aftur þannig að okkur vantar bestu leikmenina í þessu. Gylfi getur fengið boltann, passað hann. Jói getur fengið boltann, passað hann. Aron Einar getur skýlt boltanum," sagði Reynir við því.

Þessir tveir leikir í Þjóðadeildinni töpuðust báðir en stóra prófið er í næsta mánuði þegar við mætum Rúmeníu í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner