Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. september 2021 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Albert um eigin frammistöðu: Mér finnst ég geta gert betur
Icelandair
Albert Guðmundsson kemur boltanum hér fyrir í leiknum gegn Þýskalandi
Albert Guðmundsson kemur boltanum hér fyrir í leiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson lagði upp tvö mörk í landsleikjaverkefninu í september en bæði mörkin voru gegn Norður Makedóníu. Hann segist geta gert betur.

Albert sýndi það í leikjunum að hann er afar hættulegur og þá sérstaklega þegar hann er að spila fyrir aftan framherja en en hann var fremstur í dag.

Hann átti erfitt uppdráttar gegn sterkri vörn ÞJóðverja en hann segir að það gæti tekið tíma að aðlagast hugmyndum landsliðsþjálfarana.

„Auðvitað smá súrt. Það er alltaf leiðinlegt að tapa og sérstaklega á heimavelli. Auðvitað eru þeir góðir en þetta er svolítill mikill skellur finnst mér," sagði Albert við RÚV.

„Það skiptir mestu máli er að ná í stigin og þau þurfa að vera fleiri og ég hefði viljað hafa þau fleiri. Það vantar grimmd varnarlega og sóknarlega og það kostaði okkur stigin í fyrsta og öðrum leiknum."

„Við byrjuðum leikinn á 80. mínútu í öðrum leiknum og fengum þar þetta eina stig en ég hefði viljað hafa þetta frá fyrstu mínútu í fyrsta leik þannig."


Albert var ekki sérstaklega ánægður með eigin frammistöðu.

„Ekki nógu góð. Mér finnst ég geta gert betur."

„Það er ákveðin endurnýjun í gangi eins og þú sérð en við þurfum auðvitað reynsluna frá eldri leikmönnum til að hjálpa okkur. Eiður og Arnar eru að koma með sínar hugmyndir inn og við þurfum að meðtaka það eins fljótt og við getum svo við getum farið að ná í úrslit," sagði hann í lokin við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner