Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. september 2021 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs: Þetta eru engir vesalingar
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er sparkspekingur fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á RÚV í kvöld en hann fór yfir möguleika íslenska liðsins.

Þjóðverjar eru í efsta sæti riðilsins með 12 stig á meðan Ísland er aðeins með 4 stig.

„Þetta er fótbolti og í fótbolta geta allir unnið og með virkilega öguðum leik og mikilli ágengni getum við unnið í kvöld," sagði Arnar.

„Það er alltaf svaka pressa að spila landsleiki og spila fyrir hönd þinnar þjóðar en væntingastjórnunin er minni. Það er erfitt að áætlega það að við séum að fara að vinna þennan leik."

„Þú getur búið til einhverja mynd í hausnum á þér að það sé minni pressa á þér en ég efast um að strákarnir og landsliðsþjálfararnir séu að leikja leikinn þannig upp. Þjóðverjarnir eru með nýjan þjálfara í Hansi Flick. Ég lít mikið upp til hans og hann blandar possession fótbolta frá Guardiola og rock and roll boltanum hans Klopp."


Jón Guðni Fjóluson er í miðverðinum í kvöld og er Arnar spenntur að sjá hann þarna.

„Ég bíð spenntur eftir að sjá hann spila. Hann er reynslumikill og búinn að spila víðsvegar um Evrópu og sankað að sér góða þekkingu og jafnvægi í miðvarðarstöðunni. Það er allt annað þegar þú ert með vinstrifótarmann og hægrifótarmann."

„Mér fannst Eiður Smári rökstyðja allar ákvarðanir mjög vel áður og hann þurfti ekki að gera þetta fyrir okkur en hann vann vinnuna fyrir okkur."


Hvernig er planið?

„Þeir ætla að vera mjög þéttir á miðsvæðinu og þeir hafa greint leikinn á móti Makedónum hárrétt þar sem það var total chaos sérstaklega í fyrri hálfleik og þeir leituðu í svæðin í kringum sexuna okkar. Planið má ekki bara að vera liggja lágt til baka við verðum að eiga möguleika á að sækja hratt."

„Það verður erfitt fyrir Albert. Þeir eru með Rudiger og Schule, þetta eru engir vesalingar. Albert þarf að fá hjálp strax þegar boltinn fer fram völlinn."


Þjóðverjar eru með gríðarlega sterkt byrjunarlið og fór Arnar aðeins yfir miðsvæðið hjá þeim.

„Kimmich mun örugglega sjá um það að sitja meira og tengja við hafstentana á meðan Goretka fer meira fram á við og fer inn í teiginn því hann er þvílíkur íþróttamaður. Kimmich lætur boltann flæða mjög vel og er hinn fullkomni miðjumaður," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner