Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarki Steinn um Íslendingana í Venezia: Því fleiri, því betra
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason er einn af sex Íslendingum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Venezia.

Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn eru hluti af aðalliðinu. Jakob Franz Pálsson fór á láni til félagsins frá Þór í febrúar og var síðan keyptur í sumar. Valur lánaði þá Kristófer Jónsson í Venezia á dögunum en þeir koma til með að spila með unglinga- og varaliði félagsins. Hilmir Rafn Mikaelsson gekk þá nýverið í raðir félagsins.

Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá Venezia en var nýverið lánaður til Siena.

„Það er geggjað að við séum komnir upp í Serie A sem er risastórt. Þar byrjum við á tveimur tapleikjum og við verðum bara að snúa því við," sagði Bjarki við Fótbolta.net í gær.

Hann var spurður að því hvernig væri að hafa svona marga Íslendinga hjá félaginu. „Það er frábært; því fleiri, því betra."

Hann sagði að lífið á Ítalíu væri algjör snilld en allt viðtalið er hér að neðan.
Bjarki Steinn: Hefðum viljað sækja þrjú stig
Athugasemdir
banner
banner