Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. september 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Guðjóns: Líður hvergi betur heldur en í KR
Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var á dögum ráðinn framkvæmdastjóri KR. Bjarni var fyrri hluta árs aðalþjálfari U19 liðs Norrköping í Svíþjóð.

Bjarni er mikill KR-ingur en hann lék með liðinu í fimm ár, var á tímabili þjálfari liðsins og hefur einnig starfað sem aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar. Bjarni hóf störf 1. september og tók við af Jónasi Kristinssyni.

Bjarni var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag og ræddi heimkomuna.

„Ég var svo sem ekki á leiðinni heim, það var ofbosðlega spennandi verkefni sem við vorum í úti. Ég var með U19 liðið sem Norrköping er að reyna ýta á hærri stall. Svo var ég inn á öllum æfingum hjá aðalliðinu og átti að vera brú yngri leikmanna úr U19 í aðalliðið, hjálpa þeim þá við æfingar og svona," sagði Bjarni.

„Ég hef verið í góðum þjálfaraskóla í sex mánuði. Svo kemur þetta upp hjá KR og fyrir mitt leyti þá er þetta of spennandi til að segja nei við því. Ég var ekki viss um að tækifærið kæmi en svo þegar það kom og eftir að þetta fer í gang þá gerist þetta nokkuð hratt. Mér líður hvergi betur heldur en út í KR. Mér finnst ég þurfa að hafa skoðun á öllum hlutum sem er verið að gera þar og hef ofboðslega gaman af því. Þetta á eftir að eiga vel við mig," sagði Bjarni sem er ekki að fara þjálfa meðfram þessu starfi.

Tómas Þór Þórðarson, annar af þáttarstjórnendum, kom inn á að Bjarni sé mikill þjálfari í sér og að þetta hlyti að vera erfið ákvörðun.

„Já, maður veit ekki hvernig þetta þróast áfram. Mér finnst ég eftir þessa dvöl í Svíþjóð ég vera margfalt betri þjálfari, búinn að læra fullt og sjá fullt. Þetta er búið að vera fróðlegt og það er rétt hjá þér að ég hef ofboðslega gaman af þjálfun og fótbolta yfir höfuð. Ég er ekki langt undan fótboltanum í KR í þessu starfi þó það séu vissulega fleiri deildir og að meiru að huga. Ég verð ekki á bekknum með Rúnari."

Bjarni er með BSc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og þjálfararéttindi frá UEFA.

Hvað er framudan hjá þér í þínu starfi hjá KR, reyna að byggja nýjan völl væntanlega?

„Já, það virðist vera í mjög góðum höndum akkúrat núna. Við erum á góðum stað þar og mjög gott fólk að vinna þá vinnu. Núna, þó að ég þekki félagið mjög vel, er ég að kynna mér dýptina í öllum málum hjá öllum deildum. Þetta er mjög spennandi," sagði Bjarni.

Þáttinn má nálgast hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsumræða með Bjarna Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner