Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. september 2021 15:33
Elvar Geir Magnússon
Svona gæti Liverpool stillt upp án Brassanna
Kelleher gæti verið í markinu.
Kelleher gæti verið í markinu.
Mynd: Getty Images
Það stefnir í að Liverpool verði að spila án þriggja brasilískra lykilmanna þegar liðið mætir Leeds United á sunnudaginn.

Brasilíska fótboltasambandið ákvað að nýta sér reglur FIFA eftir að leikmönnum var ekki hleypt í landsliðsverkefni og setti átta leikmenn í fimm daga bann.

Alisson, Fabinho og Roberto Firmino verða því ekki með Liverpool í leiknum gegn Leeds United, sem verður án Raphinha af sömu ástæðum.

Ensku úrvalsdeildarfélögin sem þessi FIFA regla bitnar á hafa ekki gefið upp von um að fá dæmt sér í hag og leikmennirnir verði með um helgina. Þau hafa áfrýjað þessari niðurstöðu.

Hér að neðan má sjá hvernig Liverpool gæti stillt upp liði sínu gegn Leeds. Írinn ungi, Caoimhin Kelleher, er í markinu en hann hefur samtals spilað níu leiki á síðustu tveimur tímabilum.

Jordan Henderson er settur í varnarhlutverkið á miðjunni og Diogo Jota í sóknina.
Athugasemdir
banner
banner