Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. september 2021 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær ástæður fyrir því að Jón Guðni byrjaði í kvöld
Icelandair
Jón Guðni í leiknum í kvöld.
Jón Guðni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson og Brynjar Ingi Bjarnason voru miðverðir íslenska liðsins gegn Þýskalandi í kvöld. Brynjar Ingi hafði í fyrsta leik spilað með Hirti Hermannsyni og í síðasta leik með Kára Árnasyni í þessum þriggja leikja landsliðsverkefni.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik og var spurður út í valið á Jóni Guðna í byrjunarliðið. Fram hafði komið að Kári Árnason var ekki tilbúinn til að spila leikinnn í kvöld. Hvers vegna var ákveðið að spila með Jón Guðna frekar en Hjört?

„Ég greindi Þjóðverjana þannig að ef að við værum með tvo hægri fótar hafsenta þá yrði erfiðara fyrir okkur að ná að spila okkur út úr pressunni þeirra. Fyrri ástæðan er sú að við töldum betra að vera með vinstri fótar hafsent og önnur ástæða fyrir þessu var að við vildum fá að sjá Jón Guðna og Brynjar saman," sagði Arnar.

„Mér finnst Brynjar hafa staðið sig það vel í þessum fimm leikjum sem hann hafði spilað hingað til að ég vildi líka fá að sjá hann einu sinni hægra megin í hjarta varnarinnar," bætti Arnar við.
Athugasemdir
banner
banner