fim 08. september 2022 13:15
Elvar Geir Magnússon
Boehly hringdi sérstaklega í Aubameyang
Todd Boehly með Aubameyang.
Todd Boehly með Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Todd Boehly, eigandi Chelsea, hringdi sérstaklega í Pierre-Emerick Aubameyang til að hann þyrfti ekki að vera efins um framtíð sína hjá félaginu eftir að Thomas Tuchel var rekinn.

Aubameyang gekk í raðir Chelsea í lok gluggans en talið er að stór ástæða fyrir því sé samband hans við Tuchel, þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund með góðum árangri.

Þegar Aubameyang kom þá lýsti hann yfir ánægju sinni með að vera aftur undir stjórn Tuchel. Hann lék þó aðeins 59 mínútur fyrir hann í treyju Chelsea.

Telegraph segir að Boehly hafi hringt í Aubameyang til að fullvissa hann um að hafa verið keyptur fyrir félagið en ekki fyrir Tuchel. Hann verði áfram með hlutverk.

Graham Potter verður kynntur sem nýr stjóri Chelsea á næstu 24 klukkustundum og stýrir liðinu gegn Fulham á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner