Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 08. september 2022 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það sé kominn tími á að ræða um Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Cundy, sérfræðingur Talksport, segir að það sé kominn tími á að að eiga alvöru samtal um Virgil van Dijk, miðvörð Liverpool, og hann sé ekki eins góður og fólk hefur talað um.

Van Dijk hefur oft litið betur út en gegn Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi, en það eru margir sem eru ósáttir með frammistöðu hans á tímabilinu til þessa.

Cundy segir að það sé ofmetið hversu góður Van Dijk er búinn að vera frá því hann kom frá Southampton á sínum tíma.

„Fólk talar um að hann sé besti miðvörður sem hefur spilað í þessu landi. Sannleikurinn er sá að hann er búinn að eiga tvö góð tímabil og þeir unnu deildina einu sinni," sagði Cundy.

„Hann er búinn að glíma við meiðsli, en hann er hvergi nálægt því að vera með þeim bestu í sögunni."

Cundy segir að ef búið væri til byrjunarlið yfir bestu leikmenn í sögu Liverpool, þá kæmist Van Dijk ekki inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner