Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Galatasaray reynir að fá Jorginho
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að tyrkneska stórveldið Galatasaray sé á höttunum eftir miðjumanni til að fullkomna leikmannahópinn sinn.

Galatasaray er með mikið af fyrrum úrvalsdeildarleikmönnum innan sinna raða og ætlar að reyna að ná í Jorginho frá Arsenal á næstu dögum, eftir að tilraunir félagsins til að krækja í Casemiro frá Manchester United báru ekki árangur.

Jorginho á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en enska félagið er ekki undir neinni pressu til að selja leikmanninn sinn, sem gæti reynst afar vel sem varaskeifa ef aðrir miðjumenn meiðast er tekur að líða á tímabilið.

Jorginho er 32 ára gamall og hefur ekki fengið að spila í eina mínútu í upphafsleikjum nýs tímabils. Hann kom við sögu í 36 leikjum á síðustu leiktíð og fékk að spila um 1700 mínútur í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner