Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   sun 08. september 2024 10:33
Brynjar Ingi Erluson
Slakur leikur De Ligt gegn Bosníu - „Held að þú vitir hvernig mér líður“
Matthijs De Ligt var ekki ánægður með frammistöðu sína
Matthijs De Ligt var ekki ánægður með frammistöðu sína
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Matthijs De Ligt var einn af slökustu mönnum landsliðsins í 5-2 sigri gegn Bosníu og Hersegóvínu í Þjóðadeildinni í gær.

De Ligt var í miðri vörn liðsins ásamt Virgil van Dijk, en bæði mörk Bosníu komu eftir mistök United-mannsins.

Hann hljóp og dekkaði vitlausan mann í fyrra markinu og gerði síðan enn klaufalegri mistök í seinna markinu er hann klikkaði á að hreinsa fyrirgjöf sem Edin Dzeko stýrði í netið.

Hollendingurinn var eðlilega óánægður með frammistöðu sína í leiknum.

„Ég held að þú vitir hvernig mér líður. Við unnum, en síðan komum við að einstaklingsframmistöðunni. Ég átti að gera betur í seinna markinu og ég veit það. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég hefði átt að hreinsa boltann. Ég hafði alltaf efasemdir í í sókninni, þannig þetta er bara ömurlegt,“ sagði De Ligt við fjölmiðla.

Ronald Koeman, þjálfari landsliðsins, vildi ekki gera of mikið úr mistökunum.

„Hann áttar sig sjálfur á því að hann hafi verið í rangri stöðu. Þetta á ekki að gerast, en mistök eru hluti af fótbolta. Það væri ósanngjarnt að gera eitthvað veður út af þessu,“ sagði Koeman.
Athugasemdir
banner
banner
banner