PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 08. september 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Svekktur út í vinnubrögð FHL - „Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust“
Lengjudeildin
Magnús Örn, svekktur.
Magnús Örn, svekktur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er komið í Bestu deildina.
Fram er komið í Bestu deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann FHL í gær 5-0 í Úlfarsárdalnum en með þessum úrslitum eru Framkonur komnar upp í Bestu deildina. Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, var ekki sáttur með að leikmenn sem byrjuðu fyrir FHL í gær hafi spilað 2. flokksleik deginum áður.

Tveir leikmenn FHL byrjuðu í U20 leik deginum fyrir Framleikinn - Vill meina að allt hefði orðið vitlaust í karlaboltanum

Tveir leikmenn FHL sem byrjuðu leikinn gegn Fram í gær byrjuðu í leik með U20 liði FHL deginum áður, föstudaginn. Sá leikur var spilaður í Hafnarfirði, gegn Haukum. Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir og Christa Björg Andrésdóttir eru leikmennirnir en þær voru báðar teknar útaf í hálfleik í U20 leiknum, sem fór 3-1 fyrir FHL, og kláruðu hvorugar leikinn gegn Fram degi seinna. Fleiri leikmenn sem voru á bekknum gegn Fram byrjuðu eða spiluðu gegn Haukum einnig.

Í U20 (2. flokki) kvenna eru þrír riðlar. Einn A riðill og tveir B riðlar. FHL er í B riðli 2. Einnig er úrslitakeppni úr B riðlunum. Með tapi gegn Haukum hefðu FHL-konur verið jafnar að stigum en þær eru búnar að stinga Haukakonurnar af núna. FHL er í séns að komast í úrslitakeppnina úr B riðlunum í U20. Þú þarft að enda í efstu tveimur sætunum til að komast í úrslitakeppnina en FH er í 4. sæti aðeins þremur stigum eftir 2.- og 1. sætunum. Það er mjög góður möguleiki á því að FHL fari í úrslitakeppnina. U20 leikurinn var gífurlega mikilvægur fyrir þær sakir.

Magnús segir í tísti á X-inu að það hefði allt verið vitlaust ef þetta hefði verið gert í karlaboltanum. Hann vísar þá líka í mynd sem FHL birti á Facebook af þjálfara FHL, Björgvini Karli Gunnarssyni, og þjálfara Fram, Pálma Þór Jónassyni, eftir leikinn þar sem þeir voru báðir sáttir með árangur sumarsins hjá sínum liðum. 

Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona mynd eftir 5-0 tap“ sagði Magnús á X-inu en myndina sem hann vitnar í og tístin má finna hér neðst í fréttinni.

Magnaður seinni helmingur Fram - Annar grátlegur endir í röð hjá Gróttu

FHL misstu tvo bestu leikmenn sína undir lok tímabilsins þegar það var ljóst að þær væru komnar upp og orðnar deildarmeistarar. Emma Hawkins fór til Portúgal og Samantha Smith gekk í raðir Breiðabliks á láni út tímabilið.

Magnús Örn er, líkt og fyrr kom fram, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu en Grótta situr eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni á markatölu. Fram vann Gróttu undir lok móts í Úlfarsárdalnum sem reyndist vera úrslitaleikur um sætið í Bestu deildinni. Framkonur töpuðu ekki leik í seinni helming mótsins. Eftir 10 umferðir voru þær þremur stigum frá fallsæti og í 8. sæti deildarinnar en enduðu á því að fara upp í Bestu deildina sem verður að teljast magnað afrek.

Í fyrra endaði Grótta í 4. sæti Lengjudeildarinnar aðeins 5 stigum á eftir Fylki sem fór upp. Þá tapaði Grótta fyrir Fylki í lokaumferð mótsins þar sem sigur hefði komið Gróttu upp.


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner