Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Höjlund innsiglaði sigurinn - Isak spilaði í tapi gegn Kósovó
Rasmus Höjlund
Rasmus Höjlund
Mynd: EPA
Moise Kean
Moise Kean
Mynd: EPA
Danmörk gerði markalaust jafntefli gegn Skotum í fyrstu umferð undankeppni HM. Liðið heimsótti Grikkland í kvöld sem vann Belarús í fyrstu umferð.

Mikkel Damsgaard kom Dönum yfir þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn. Andreas Christensen bætti öðru markinu við, keimlikt mark, skot fyrir utan teiginn.

Undir lok leiksins fór Konstantinos Tzolakis, markvörður Grikklands, í skógarhlaup og Patrick Dorgu átti skot á opið markið en boltinn fór í stöngina, Rasmus Höjlund fylgdi á eftir og innsiglaði sigur Danmerkur.

Skotar unnu góða sigur á Belarús. Danir eru á toppnum og Skotar í 2. sæti en bæði lið eru með fjögur stig. Grikkland er með þrjú og Belarús án stiga.

Ítalir lentu stórkostlegum vandræðum gegn Ísrael. Ítalir lentu tvisvar sinnum undir en mörk frá Moise Kean, Matteo Politano og Giacomo Raspadori kom Ítölum í tveggja marka forystu. Ísraelar gáfust ekki upp því þeim tókst að jafna metin en Sandro Tonali tryggði Ítölum dramatískan sigur.

Ítalía er með níu stig eftir fjórar umferðir í 2. sæti í I riðli. Ísrael er í 3. sæti með jafn mörg stig. Liðin eru þremur stigum á eftir Noregi.

Kósovó gerði sér lítið fyrir og vann frábæran sigur á Svíþjóð í B riðli. Alexander Isak spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Sviss er á toppnum með sex stig eftir öruggan sigur á Slóveníu. Kósovó er með þrjú stig, Svíþjóð og Slóvenía með eitt stig.

Færeyjar lögðu Gíbraltar í L riðli en Gunnar Vatnhamar var í byrjunarliðinu. Þá vann Króatía gegn Svartfjallalandi. Króatía er á toppnum með 12 stig eftir fjóra leiki. Tékkar eru í 2. sæti með jafn mörg stig en hafa spilað fimm leiki. Færeyjar og Svartfjallaland eru í 3. sæti og 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki og Gíbraltar rekur lestina án stiga.

Kósovó 2 - 0 Svíþjóð
1-0 Elvis Rexhbecaj ('26 )
2-0 Vedat Muriqi ('42 )
Rautt spjald: Lindon Emerllahu, Kosovo ('90)

Sviss 3 - 0 Slóvenía
1-0 Nico Elvedi ('18 )
2-0 Breel Embolo ('33 )
3-0 Dan Ndoye ('38 )

Belarús 0 - 2 Skotland
0-1 Che Adams ('43 )
0-2 Zakhar Volkov ('65 , sjálfsmark)

Gíbraltar 0 - 1 Færeyjar
0-1 Martin Agnarsson ('68 )

Grikkland 0 - 3 Danmörk
0-1 Mikkel Damsgaard ('32 )
0-2 Andreas Christensen ('62 )
0-3 Rasmus Hojlund ('81 )

Ísrael 4 - 5 Ítalía
1-0 Manuel Locatelli ('16 , sjálfsmark)
1-1 Moise Kean ('40 )
2-1 Dor Peretz ('52 )
2-2 Moise Kean ('54 )
2-3 Matteo Politano ('59 )
2-4 Giacomo Raspadori ('81 )
3-4 Alessandro Bastoni ('87 , sjálfsmark)
4-4 Dor Peretz ('89 )
4-5 Sandro Tonali ('90 )

Króatía 4 - 0 Svartfjallaland
1-0 Kristijan Jakic ('35 )
2-0 Andrej Kramaric ('51 )
3-0 Edvin Kuc ('85 , sjálfsmark)
4-0 Ivan Perisic ('90 )
Rautt spjald: Andrija Bulatovic, Montenegro ('42)
Athugasemdir