Elvar Geir Magnússon skrifar frá Lettlandi

Theodór Elmar Bjarnason átti virkilega flottan leik í hægri bakverðinum þegar Ísland vann 3-0 sigur gegn Tyrklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Elmar er ekki vanur því að spila þessa stöðu en hefur gert það í tveimur landsleikjum með sóma.
Hann verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Lettlandi á föstudag.
Hann verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Lettlandi á föstudag.
„Ég get varla beðið eftir föstudeginum. Við áttum frábæran leik gegn Tyrkjum og það verður erfitt að toppa þennan leik," segir Elmar.
„Við ætlum okkur að vera 100% klárir í þetta. Menn eru þvílíkt sáttir eftir Tyrkjaleikinn en það er mikilvægt að við förum ekki að halda að þetta verði auðvelt á föstudag. Lettar eru fínt lið."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir