Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 08. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Við Gylfi ekki mikið að stuða hvorn annan
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur í lið Burnley um helgina þegar hann spilaði 84 mínútur í 1-0 sigri á Everton. Jóhann er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið meiddur á kálfa undanfarnar vikur.

„Það var mikilvægt að ná smá leikæfingu fyrir leikinn á móti Frökkum," sagði Jóhann Berg fyrir landsliðsæfingu í dag en hann segist ekki hafa nuddað Gylfa upp úr tapinu um helgina.

„Auðvitað höfum við talað saman eftir leik og allt í góðu. Við höfum spilað nokkuð oft á móti hvor öðrum og erum ekki mikið að stuða hvorn annan. Það var frábært fyrir okkur að fá þrjá punkta," sagði Jóhann en Burnley er með tólf stig í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum sáttir en satt besta að segja gætum við verið með fleiri stig. Á móti Wolves úti skoruðu þeir til dæmis á 92. mínútu. Við getum lítið verið að kvarta. Tímabilið í fyrra byrjaði mjög illa og við lærðum mikið af því. Við erum mjög ánægðir með þetta."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn og Jóhann er spenntur fyrir þeim leik.

„Það eru ansi margir þættir í okkar leik sem verða að vera upp á tíu. Það vita það allir að þeir eru með frábært lið. Við erum bestir þegar við spilum á heimavelli og þá er erfitt að eiga við okkur. Það hjálpar okkur gríðarlega mikið að hafa fullan völl. Við þurfum allir að eiga leik upp á tíu til að vinna Frakka," sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner