Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 08. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Við Gylfi ekki mikið að stuða hvorn annan
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur í lið Burnley um helgina þegar hann spilaði 84 mínútur í 1-0 sigri á Everton. Jóhann er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið meiddur á kálfa undanfarnar vikur.

„Það var mikilvægt að ná smá leikæfingu fyrir leikinn á móti Frökkum," sagði Jóhann Berg fyrir landsliðsæfingu í dag en hann segist ekki hafa nuddað Gylfa upp úr tapinu um helgina.

„Auðvitað höfum við talað saman eftir leik og allt í góðu. Við höfum spilað nokkuð oft á móti hvor öðrum og erum ekki mikið að stuða hvorn annan. Það var frábært fyrir okkur að fá þrjá punkta," sagði Jóhann en Burnley er með tólf stig í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum sáttir en satt besta að segja gætum við verið með fleiri stig. Á móti Wolves úti skoruðu þeir til dæmis á 92. mínútu. Við getum lítið verið að kvarta. Tímabilið í fyrra byrjaði mjög illa og við lærðum mikið af því. Við erum mjög ánægðir með þetta."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn og Jóhann er spenntur fyrir þeim leik.

„Það eru ansi margir þættir í okkar leik sem verða að vera upp á tíu. Það vita það allir að þeir eru með frábært lið. Við erum bestir þegar við spilum á heimavelli og þá er erfitt að eiga við okkur. Það hjálpar okkur gríðarlega mikið að hafa fullan völl. Við þurfum allir að eiga leik upp á tíu til að vinna Frakka," sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner