Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. október 2019 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Mills ergir stuðningsmenn Liverpool: Er einn bikar nóg?
Danny Mills í leik með Manchester City gegn Liverpool
Danny Mills í leik með Manchester City gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Danny Mills, fyrrum leikmaður Leeds United og enska landsliðsins, stýrir útvarpsþætti hjá TalkSport en hann var að velta steinum um Jürgen Klopp, stjóra Liverpool.

Klopp vann fyrsta titil sinn með Liverpool í júní er liðið vann Meistaradeild Evrópu en það var fyrsti bikarinn á tæpum fjórum árum hjá félaginu.

Liverpool landaði svo öðrum bikar í ágúst er liðið vann Chelsea í Ofurbikar Evrópu en Mills náði að ergja stuðningsmenn Liverpool með þessari pælingu.

Klopp tók við slöku Liverpool-liði í október árið 2015 en hefur gjörbreytt spilamennsku liðsins. Liverpool hefur þrisvar farið í úrslitaleik í Evrópukeppni. Síðustu tvö ár í Meistaradeild Evrópu og svo Evrópudeildinni. Þá er liðið með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og náði 97 stigum á síðustu leiktíð, stigi á eftir Manchester City.

„Fjögur ár og einn bikar. Er það nóg? Ef Liverpool verður með einn bikar í lok tímabilsins, þó það lítur ekki þannig út núna, en væri það nóg? Næstum fimm tímabil og aðeins einn bikar?" sagði og spurði Danny Mills.

„Hvar væri hann þá staddur með bestu stjórum Liverpool frá upphafi? Jú, hann er búinn að breyta leikstíl og hann hefur unnið Meistaradeildina en einn bikar á fjórum árum,"


Athugasemdir
banner
banner
banner