Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 17:18
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands: Arnór Ingvi byrjar - Guðlaugur Victor í bakverði
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason byrjar.
Arnór Ingvi Traustason byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson byrjar í hægri bakverði.
Guðlaugur Victor Pálsson byrjar í hægri bakverði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir stórleikinn gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli klukkan 18:45. Sigurliðið úr leiknum í kvöld mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik um sæti á EM.

Arnór Ingvi Traustason byrjar á vinstri kantinum og Guðlaugur Victor Pálsson er hægri bakvörður.

Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson eru saman á miðjunni og Gylfi Þór Sigurðsson byrjar í fremstu víglínu með Alfreð Finnbogasyni.

Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson byrja báðir en þeir eru klárir í slaginn eftir að hafa glímt við meiðsli að undanförnu.

Frá byrjunarliðinu fræga á EM 2016 koma Arnór Ingvi, Guðlaugur Victor, Alfreð Finnbogason og Hörður Björgvin Magnússon inn í liðið en út detta Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Birkir Már Sævarsson.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Varamenn:
Ögmundur Kristinsson (M)
Rúnar Alex Rúnarsson (M)
Birkir Már Sævarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Sverrir Ingi Ingason
Kolbeinn Sigþórsson
Mikael Neville Anderson
Rúnar Már Sigurjónsson
Viðar Örn Kjartansson
Albert Guðmundsson
Jón Daði Böðvarsson
Ari Freyr Skúlason

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner