
Þegar Ísland fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi var sama byrjunarliðið í öllum fimm leikjum liðsins. Allir leikmennirnir úr því byrjunarliði eru í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmenum í umspili um sæti á EM í kvöld.
Ljóst er að byrjunarliðið í kvöld verður svipað og á EM 2016. Alfreð Finnbogason mun líklega koma inn í fremstu víglínu. Líklegt er að Alfreð byrji einn frammi í kvöld en á EM voru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson frammi.
Guðlaugur Victor Pálsson er líklegur til að byrja á miðjunni eða í hægri bakverði. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur í hópinn en hann gæti byrjað á bekknum. Birkir var hægri bakvörður á EM 2016 og HM 2018 en hann hefur ekki verið í hópnum að undanförnu og Hjörtur Hermannsson gæti byrjað í bakverðinum líkt og gegn Englandi í síðasta mánuði.
Þá er mögulegt að Hörður Björgvin Magnússon verði tekinn fram yfir Ara Frey Skúlason í vinstri bakverðinum líkt og á HM 2018.
Ljóst er að byrjunarliðið í kvöld verður svipað og á EM 2016. Alfreð Finnbogason mun líklega koma inn í fremstu víglínu. Líklegt er að Alfreð byrji einn frammi í kvöld en á EM voru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson frammi.
Guðlaugur Victor Pálsson er líklegur til að byrja á miðjunni eða í hægri bakverði. Birkir Már Sævarsson er kominn aftur í hópinn en hann gæti byrjað á bekknum. Birkir var hægri bakvörður á EM 2016 og HM 2018 en hann hefur ekki verið í hópnum að undanförnu og Hjörtur Hermannsson gæti byrjað í bakverðinum líkt og gegn Englandi í síðasta mánuði.
Þá er mögulegt að Hörður Björgvin Magnússon verði tekinn fram yfir Ara Frey Skúlason í vinstri bakverðinum líkt og á HM 2018.
Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið fyrir stórleikinn í kvöld.

"Gamla" bandið er komið saman aftur! Ég vil sjá Hamren stilla upp þessu liði, allir þekkja sín hlutverk og allir leikmenn kunna að vinna þessa leiki þar sem allt er undir. #fotboltinet
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) October 8, 2020
🇮🇸 vs 🇷🇴 pic.twitter.com/gJKKdmGVMK
Athugasemdir