Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 08. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Löw brjálaður eftir jafnteflið gegn Tyrkjum
Þýski landsliðsþjálfarinn Joachim Löw var brjálaður eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Tyrklandi er liðin mættust í vináttuleik í gær en hann segir leikmennina gera sömu mistökin trekk í trekk.

Þjóðverjar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum en fengu alltaf mark í bakið.

Þriðja og síðasta jöfnunarmark Tyrkja kom í uppbótartíma síðari hálfleiks og var Löw vonsvikinn með það.

„Þetta vandamál hefur verið til staðar lengi. Það er ekki hægt að kenna liðinu um því þeir hafa ekki spilað lengi saman en þetta hefur gerst fyrir hina leikmennina líka. Ég er vonsvikinn og ógeðslega pirraður. Það er rétta orðið," sagði Löw.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu. Ein ástæðan er tildæmis nýtingin á færunum. Þeir hefðu aldrei komið til baka ef við hefðum nýtt færin. Þú þarft að geta höndlað pressuna með boltann og ekki gefa hann frá þér í auðveldum aðstæðum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner