Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markið sem var tekið af Íslandi - Bjarni fór út í tæknibíl að skoða
Icelandair
Mynd: Stöð 2 Sport - Skjáskot
Bjarni Guðjónsson var sérfræðingur í kringum leik Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2020.

Ísland vann leikinn 2-1 eftir að hafa verið 2-0 í hálfleik. Staðan hefði getað verið 3-0 í hálfleik ef mark Alfreðs Finnbogasonar hefði fengið að standa.

Hann var dæmdur rangstæður eftir VAR-skoðun, en það var mjög tæpt.

Bjarni sagði í hálfleik að hann væri alls ekki sannfærður um að um rangstöðu væri að ræða. Eftir leik var hann sannfærður.

„Ég trúði því ekki að þetta væri rangstaða. Ég hljóp út í bíl á bak við og þetta er rangstaða," sagði Bjarni.

Meðfylgjandi fréttinni er mynd af VAR-línunni.

Sjá einnig:
Bjarni alls ekki sannfærður að Alfreð hafi verið rangstæður
Athugasemdir
banner
banner
banner