Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   fim 08. október 2020 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni alls ekki sannfærður að Alfreð hafi verið rangstæður
Icelandair
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hálfleikur í leiks Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli. Ísland leiðir 2-0; Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað bæði mörkin með vinstri fæti.

Ísland kom reyndar boltanum þrisvar í netið í fyrri hálfleiknum því Alfreð Finnbogason skoraði í stöðunni 1-0.

Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir langa VAR skoðun.

Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR og fyrrum landsliðsmaður, er sérfræðingur í kringum leikinn fyrir Stöð 2 Sport. Hann var ósáttur við sjónarhornið og VAR-línuna í kringum mark Alfreðs. Honum fannst línan sem birt var í sjónvarpinu ekki gefa rétta mynd af atvikinu.

„Þrátt fyrir þessa mynd sem var sýnd þá er ég ekki alveg 100 prósent sannfærður að Alfreð sé rangstæður. Sýnið okkur þetta úr hinni vélinni og þá línu. Þetta er bara uppsett úr VAR til að tryggja að markið verði ekki skráð," sagði Bjarni.

Seinni hálfleikurinn er að hefjast. Smelltu hérna til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner