Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Rúmenar komu sér fyrir í tré við Laugardalsvöll
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru nokkrir stuðningsmenn rúmenska landsliðið í Laugardalnum þrátt fyrir að þeir hafi ekki getað fengið miða á leikinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Einungis sextíu manns fengu miða á leikinn og ákvað KSÍ að allir miðahafar kæmu úr röðum stuðningssveitar íslenska landsliðsins, Tólfunnar.

Það eru þrátt fyrir það nokkrir Rúmenar mættir í Laugardalinn að styðja við bakið á sínu liði. Þeir eru fyrir utan völlinn.

Tveir þeirra komu sér fyrir í tré við völlinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Gera má ráð fyrir því að Rúmenarnir séu ekki í góðu skapi. Staðan er 2-0 fyrir Ísland í þessum mikilvæga leik. Sigurliðið fer í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner